Nú er liðin rúm vika síðan Blokkin á heimsenda kom út. Síðan þá hefur verið heilmikið fjör hjá okkur. Þar má nefna skemmtilega heimsókn í Háaleitisskóla og áritunarstund í Pennanum í Smáralind.

Jórunn Sigurðardóttir tók líka viðtal við Arndísi um Blokkina, sem flutt var í þættinum Orð um bækur um liðna helgi.
Í dag bárust svo gleðitíðindi – Blokkin á heimsenda seldist mest allra barnabóka í Pennanum Eymundsson í síðustu viku. Við erum bljúgar og þakklátar fyrir þær góðu viðtökur.
