Staðið á öxlum risa

Í dag birtist fjögurra stjörnu ritdómur í Fréttablaðinu þar sem Brynhildur Björnsdóttir ber okkur höfunda Blokkarinnar á heimsenda saman við risana sem hér eru á mynd. Frá hægri er þarna Anne-Cath. Vestly, svo Astrid Lindgren og að lokum Guðrún Helgadóttir.

Anne-Cath. Vestly, Astrid Lindgren og Guðrún Helgadóttir?!

Það er mjög erfitt að lýsa tilfinningunni þegar maður les svona lof. Maður verður allur asnalegur í framan þótt enginn sé að horfa, feiminn en líka eitthvað svo fáránlega glaður og stoltur yfir því að verkið hafi framkallað þessa hugsun hjá lesanda sem fletti síðum bókarinnar.

Við erum glaðar og þakklátar fyrir þær góðu viðtökur sem Blokkin á heimsenda hefur hlotið – hvort sem það eru dómar, einkaskilaboð eða myndir sem okkur hafa borist af börnum sem eru horfin inn í heim Blokkarinnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: