Í dag er dagur íslenska táknmálsins!
Þegar við skrifuðum Blokkina á heimsenda reyndum við eins og við gátum að vanda okkur að skrifa um táknmálsnotkunina á Eyjunni, því það er vandaverk að skrifa um upplifun sem maður þekkir ekki sjálfur. Það hefur því verið mikil gleði að finna ánægju táknmálsnotenda með bókina eftir að hún kom út.
Í tilefni dagsins spjallaði Arndís við Heiðdísi Dögg, formann málnefndar um íslenskt táknmál og hvernig táknmálið er notað á Eyjunni.
Blokkin á heimsenda er á sérstöku tilboðsverði til þess að halda upp á daginn í vefverslun Forlagsins – 500 króna afsláttur og ókeypis heimsending er í boði ef afsláttarkóðinn TÁKN er notaður við kaup. Tilboðið gildir út 14. febrúar!