Siljan

Nýlega fengum við að frétta að sigurvegar eldri flokks Siljunnar hefðu verið vaskar kvikmyndagerðarkonur í Austurbæjarskóla sem gerðu stuttmynd upp úr Blokkinni á heimsenda. Myndbandið er æðislega flott og nýtir frásagnaraðferðir kvikmyndalistarinnar á mjög lipran hátt. Við erum glaðar og stoltar að stelpurnar hafi valið bókina okkar – og fullar aðdáuunar á hæfileikum þeirra og frásagnargleði. Ungt fólk er svo frábært!

Höfundar myndbandsins eru Bergljót Júlíana Kristinsdóttir, Jóhanna Júlíusdóttir og Laufey Steinunn Kristinsdóttir og við sendum þeim bestu hamingjuóskir.

Síðan við skrifuðum síðast hefur það helst borið til tíðinda hjá Blokkinni á heimsenda að hún var ein fimmtán bóka sem tilnefnd var til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í vor og einnig hlaut hún tilnefningu Íslands til Barna- og ungmennabókaverðlauna Norðurlandaráðs. Búið er að veita Barnabókaverðlaun Reykjavíkur en tilkynnt verður um úrslit norrænu verðlaunanna 2. nóvember.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: