Undarlegt bókaflóð

Farsóttarfárið hefur áhrif á ólíklegustu stöðum, og jólabókaflóðið er þar engin undantekning. Í venjulegu árferði hefðum við nú heimsótt fjölmarga skóla, lesið upp á bókasöfnum og spjallað við lesendur víða í samfélaginu. Raunin er þó önnur. Þá er gott að geta nýtt sér tæknina, og því viljum við benda á nýlegt viðtal við Arndísi úrHalda áfram að lesa „Undarlegt bókaflóð“

Skólaverkefni

Jensína Barnakennari hlýtur að vera í óða önn að undirbúa komandi vetur á Eyjunni um þessar mundir. Kennarar á meginlandinu eru það sjálfsagt líka! Af þessu tilefni höfum við lokið við námsefnispakkann sem við útbjuggum í vor – nokkur ný verkefni eru komin inn, auk þess sem skjal ætlað kennurum hefur verið sett inn. ÞarHalda áfram að lesa „Skólaverkefni“

Staðið á öxlum risa

Í dag birtist fjögurra stjörnu ritdómur í Fréttablaðinu þar sem Brynhildur Björnsdóttir ber okkur höfunda Blokkarinnar á heimsenda saman við risana sem hér eru á mynd. Frá hægri er þarna Anne-Cath. Vestly, svo Astrid Lindgren og að lokum Guðrún Helgadóttir. …Anne-Cath. Vestly, Astrid Lindgren og Guðrún Helgadóttir?! Það er mjög erfitt að lýsa tilfinningunni þegarHalda áfram að lesa „Staðið á öxlum risa“

Vika tvö

Nú er liðin rúm vika síðan Blokkin á heimsenda kom út. Síðan þá hefur verið heilmikið fjör hjá okkur. Þar má nefna skemmtilega heimsókn í Háaleitisskóla og áritunarstund í Pennanum í Smáralind. Jórunn Sigurðardóttir tók líka viðtal við Arndísi um Blokkina, sem flutt var í þættinum Orð um bækur um liðna helgi. Í dag bárustHalda áfram að lesa „Vika tvö“