Siljan

Nýlega fengum við að frétta að sigurvegar eldri flokks Siljunnar hefðu verið vaskar kvikmyndagerðarkonur í Austurbæjarskóla sem gerðu stuttmynd upp úr Blokkinni á heimsenda. Myndbandið er æðislega flott og nýtir frásagnaraðferðir kvikmyndalistarinnar á mjög lipran hátt. Við erum glaðar og stoltar að stelpurnar hafi valið bókina okkar – og fullar aðdáuunar á hæfileikum þeirra ogHalda áfram að lesa „Siljan“

Dagur íslenska táknmálsins

Í dag er dagur íslenska táknmálsins! Þegar við skrifuðum Blokkina á heimsenda reyndum við eins og við gátum að vanda okkur að skrifa um táknmálsnotkunina á Eyjunni, því það er vandaverk að skrifa um upplifun sem maður þekkir ekki sjálfur. Það hefur því verið mikil gleði að finna ánægju táknmálsnotenda með bókina eftir að húnHalda áfram að lesa „Dagur íslenska táknmálsins“

Gleði og þakklæti

Í gær hlaut Blokkin á heimsenda Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum. Við vinkonurnar erum fjarskalega glaðar og þakklátar, þetta er mikil viðurkenning. Við lásum hinar tilnefndu bækurnar okkur til mikillar ánægju svo við vorum sannarlega í frábærum félagsskap. Arndís tók við verðlaununum fyrir hönd okkar beggja í fámennri en hátíðlegri athöfn á Bessastöðum. Hér er ræðanHalda áfram að lesa „Gleði og þakklæti“

Undarlegt bókaflóð

Farsóttarfárið hefur áhrif á ólíklegustu stöðum, og jólabókaflóðið er þar engin undantekning. Í venjulegu árferði hefðum við nú heimsótt fjölmarga skóla, lesið upp á bókasöfnum og spjallað við lesendur víða í samfélaginu. Raunin er þó önnur. Þá er gott að geta nýtt sér tæknina, og því viljum við benda á nýlegt viðtal við Arndísi úrHalda áfram að lesa „Undarlegt bókaflóð“

Skólaverkefni

Jensína Barnakennari hlýtur að vera í óða önn að undirbúa komandi vetur á Eyjunni um þessar mundir. Kennarar á meginlandinu eru það sjálfsagt líka! Af þessu tilefni höfum við lokið við námsefnispakkann sem við útbjuggum í vor – nokkur ný verkefni eru komin inn, auk þess sem skjal ætlað kennurum hefur verið sett inn. ÞarHalda áfram að lesa „Skólaverkefni“

Staðið á öxlum risa

Í dag birtist fjögurra stjörnu ritdómur í Fréttablaðinu þar sem Brynhildur Björnsdóttir ber okkur höfunda Blokkarinnar á heimsenda saman við risana sem hér eru á mynd. Frá hægri er þarna Anne-Cath. Vestly, svo Astrid Lindgren og að lokum Guðrún Helgadóttir. …Anne-Cath. Vestly, Astrid Lindgren og Guðrún Helgadóttir?! Það er mjög erfitt að lýsa tilfinningunni þegarHalda áfram að lesa „Staðið á öxlum risa“

Vika tvö

Nú er liðin rúm vika síðan Blokkin á heimsenda kom út. Síðan þá hefur verið heilmikið fjör hjá okkur. Þar má nefna skemmtilega heimsókn í Háaleitisskóla og áritunarstund í Pennanum í Smáralind. Jórunn Sigurðardóttir tók líka viðtal við Arndísi um Blokkina, sem flutt var í þættinum Orð um bækur um liðna helgi. Í dag bárustHalda áfram að lesa „Vika tvö“