Tíðindi

Skólaverkefni

Jensína Barnakennari hlýtur að vera í óða önn að undirbúa komandi vetur á Eyjunni um þessar mundir. Kennarar á meginlandinu eru það sjálfsagt líka! Af þessu tilefni höfum við lokið við námsefnispakkann sem við útbjuggum í vor – nokkur ný verkefni eru komin inn, auk þess sem skjal ætlað kennurum hefur verið sett inn. ÞarHalda áfram að lesa „Skólaverkefni“

Staðið á öxlum risa

Í dag birtist fjögurra stjörnu ritdómur í Fréttablaðinu þar sem Brynhildur Björnsdóttir ber okkur höfunda Blokkarinnar á heimsenda saman við risana sem hér eru á mynd. Frá hægri er þarna Anne-Cath. Vestly, svo Astrid Lindgren og að lokum Guðrún Helgadóttir. …Anne-Cath. Vestly, Astrid Lindgren og Guðrún Helgadóttir?! Það er mjög erfitt að lýsa tilfinningunni þegarHalda áfram að lesa „Staðið á öxlum risa“

Vika tvö

Nú er liðin rúm vika síðan Blokkin á heimsenda kom út. Síðan þá hefur verið heilmikið fjör hjá okkur. Þar má nefna skemmtilega heimsókn í Háaleitisskóla og áritunarstund í Pennanum í Smáralind. Jórunn Sigurðardóttir tók líka viðtal við Arndísi um Blokkina, sem flutt var í þættinum Orð um bækur um liðna helgi. Í dag bárustHalda áfram að lesa „Vika tvö“

Gleðidagur

Í dag kemur Blokkin á heimsenda út og í dag er leyndarmálið okkar ekki lengur leyndarmál! Við erum glaðar og þakklátar og hlökkum til að fylgjast með bókinni okkar spjara sig úti í veröldinni. Við vinkonur byrjuðum að skrifa bók árið 2015. Við skrifuðum megnið af henni 2019 og þegar við skiluðum henni inn íHalda áfram að lesa „Gleðidagur“


Gerist áskrifendur

Hægt er að skrá sig hér til þess að fá skilaboð um nýjar færslur

%d bloggurum líkar þetta: