Um bókina

Blokkin á heimsenda

Ævintýraleg saga af undarlegum stað

Dröfn hefur aldrei hitt ömmu sína svo að óvænt ferðalag á afskekktu eyjuna hennar hljómar spennandi. En ferðin verður fljótlega dálítið skrýtin.

Hvernig er hægt að þola svona takmarkað samband við umheiminn? Búa allir furðufuglarnir á eyjunni virkilega í einni blokk? Og er mögulegt að einhver í blokkinni vilji Dröfn og fjölskyldu hennar illt?

Blokkin á heimsenda hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020 og var að mati dómnefndar bæði grípandi og gamansöm:

„Það má með sanni segja að andi og arfleifð Guðrúnar Helgadóttur svífi yfir. Horft er á samfélag hinna fullorðnu með augum barnsins. Það er ekki allt eins og best verður á kosið en með samstöðu og samhygð komast sögupersónur vel frá verki og vaxa að völdum og virðingu.“

Hægt er að hlusta á upphaf bókarinnar hér.

Bókin er ævintýralega skemmtileg og húmorinn skín í gegn á hverri síðu.

Katrín Lilja, Lestrarklefinn

Þetta er heillandi, skemmtileg og vel skrifuð saga.

Steingerður Steinarsdóttir, Vikan, 22. tbl. 2020

Bókina má finna á bókasöfnum og í ýmsum verslunum:

%d bloggurum líkar þetta: