Verkefni og ítarefni

Viðbótarefni

Hér að ofan má hlusta á fyrstu síður Blokkarinnar á heimsenda í upplestri Arndísar.

Hér er líka hægt að sækja verkefni sem hægt er að vinna í tengslum við lestur bókarinnar. Auðvelt er að hlaða þeim niður og prenta út. Athugið að þessi hluti vefsins er í vinnslu.

Verkefni

Fyrir lesturinn

Skoðum bókina, veltum fyrir okkur um hvað hún er og drögum spaklegar ályktanir.

Orðaforði ömmu

Málfar ömmu er oft óvenjulegt og mörg orð á Eyjunni eru gamaldags. Tengjum saman orð og merkingu.

Pökkum niður

Gettu bara hvað! Þú ert að flytja á Eyjuna og kemst ekki heim aftur fyrr en næsta sumar. Hvað tekur þú með þér?

Bréf heim

Ritunarverkefni þar sem þú ímyndar þér að þú sért á Eyjunni og getir sent eitt bréf heim.

Orðarugl

Á Eyjunni leynast ýmis sérkennileg starfsheiti. Þessi starfsheiti leynast líka innan í stafasúpunni í orðaruglinu.

Forgangsröðun

Á Eyjunni eru sum störf mikilvægari en önnur. Hvað gerir eitt starf mikilvægara en annað – hér eða á Eyjunni?

Persónugallerí

Söfnum upplýsingum um persónur bókarinnar. Teiknum myndir og skrifum glósur.

Að lestri loknum

Hvað fannst þér um bókina?

Fyrir kennara

Skólaheimsóknir

Mögulegt getur verið að fá okkur í heimsókn í skóla, aðra okkar eða báðar. Við bjóðum líka upp á rafrænar skólaheimsóknir. Hafið samband!

Umræðuspurningar

Hér er væntanlegt skjal ætlað kennurum þar sem eru nánari upplýsingar um verkefnin og listi af umræðuspurningum sem styðjast má við ef bókin er lesin í hóp.

Bekkjarsett

Hægt er að fá magnafslátt af bókinni ef pöntuð eru bekkjarsett. Hafið samband við Forlagið, forlagid@forlagid.is, til þess að fá nánari upplýsingar eða panta.

%d bloggurum líkar þetta: