Viðbótarefni
Hér að ofan má hlusta á fyrstu síður Blokkarinnar á heimsenda í upplestri Arndísar.
Hér er líka hægt að sækja verkefni sem hægt er að vinna í tengslum við lestur bókarinnar. Auðvelt er að hlaða þeim niður og prenta út.
Kjarna-verkefni
Fyrir lesturinn
Skoðum bókina, veltum fyrir okkur um hvað hún er og drögum spaklegar ályktanir.
Sögusvið og -þráður
Hvar gerist sagan og um hvað er hún?
Persónugallerí
Söfnum upplýsingum um sögupersónur. Teiknum myndir og skrifum glósur.
Að lestri loknum
Hvað fannst þér um bókina?
Fleiri verkefni
Orðaforði ömmu
Málfar ömmu er oft óvenjulegt og mörg orð á Eyjunni eru gamaldags. Tengjum saman orð og merkingu.
Pökkum niður
Gettu bara hvað! Þú ert að flytja á Eyjuna og kemst ekki heim aftur fyrr en næsta sumar. Hvað tekur þú með þér?
Bréf heim
Ritunarverkefni þar sem þú ímyndar þér að þú sért á Eyjunni og getir sent eitt bréf heim.
Orðarugl
Á Eyjunni leynast ýmis sérkennileg starfsheiti. Þessi starfsheiti leynast líka innan í stafasúpunni í orðaruglinu.
Forgangsröðun
Á Eyjunni eru sum störf mikilvægari en önnur. Hvað gerir eitt starf mikilvægara en annað – hér eða á Eyjunni?
Stórir stafir og litlir
Í Blokkinni á heimsenda má sjá óhefðbundna notkun á stórum og litlum stöfum. Er einhver regla í þessu – og hvernig eru opinberu reglurnar?
Táknmál
Allir á Eyjunni tala tvö tungumál. Nýbúar þurfa að vera snöggir að læra táknmál svo þeir geti tekið þátt í samfélaginu. Hér er gefið tækifæri til þess að kynnast íslenska táknmálinu.
Fyrir kennara
Skólaheimsóknir
Mögulegt getur verið að fá okkur í heimsókn í skóla, aðra okkar eða báðar. Við bjóðum líka upp á rafrænar skólaheimsóknir. Hafið samband!
Til kennara
Í þessu skjali eru upplýsingar um verkefnablöðin hér á síðunni og listi af umræðuspurningum sem styðjast má við ef bókin er lesin í hóp.
Aftast í skjalinu eru leiðbeiningar til nemenda um það hvernig má nýta kjarna-verkefnin sem grunn að kjörbókarritgerð.
Bekkjarsett
Hægt er að fá magnafslátt af bókinni ef pöntuð eru bekkjarsett. Hafið samband við Forlagið, forlagid@forlagid.is, til þess að fá nánari upplýsingar eða panta.